Edinborg: myndlistarsýning opnar á morgun

Opnun sýningar á verkum Grétu Gísla verður í Bryggjusal í Edinborgarhúsinu 1. ágúst klukkan 18. Léttar veitingar og allir velkomnir.

Sýningin Mold Flóra Sulta leiðir áhorfandann á fund við náttúruna. Tilraunir listamannsins undanfarið hafa gefið tilefni til að festa upplifunina í formi myndsköpunar. Könnunarefnið er mold. Moldin sem nærir flóruna sem færir okkur fegurð og blómaangan sem svo að lokum gefur okkur sultuna, minningarnar.

Verkin eru til sýnis í ágúst á opnunartíma Edinborgarhússins.

Þetta er sölusýning og áhugasamir geta haft samband við Grétu á gretagisla@simnet.is til að ganga frá kaupum.

DEILA