Dýrafjarðardagar: um 1000 manns á útitónleikum í gærkvöldi

Þessir gerðu góða tónleika sé miðað við undirtektir gesta.

Dýrafjarðardagar hófust í gær í fallegu veðri með glaða sólskini. Útitónleikarnir á sviðinu við Bjarnaborg heppnuðust geysivel, áætlað er að um 1000 manns hafi verið á svæðinu.

Fram komu þekkt nöfn eins og Jói Pé og Króli, Jón Jónsson og Friðrik Dór, Huginn, Flosi V, Daði Freyr og Bríel Vagna svo nokkur séu nefnd.

Greinilegt var að brottfluttir nota tækifærið og koma vestur þegar Dýrafjarðardagarnir eru haldnir og sjá mátti marga gesti frá nálægum fjörðum.

Á morgun hefst dagskráin með hoppukastölum og galdraskóla EinarsMikael.  Síðan verður fjölbreytt dagskrá fra á sunnudagskvöld.

Bettý á Sandi mætti að sjálfsögðu og sat með öðrum Mýrhreppingum í samkomutjaldinu.
Gestirnir nutu tónleikanna og góða veðursins.
DEILA