Bolungavík: endurnýja vatnslögn í Völusteinsstræti

Bæjarráð Bolungavíkur hefur samþykkt minnisblað tæknideildar Bolungavíkurkaupstaðar með tillögum vegna vatnsveitu í norðurenda Völusteinstrætis. Samkvæmt minnisblaðinu þarf að endurnýja um 120 m langan kafla af gamalli járnvatnslögn og fráveitulögn sem liggja saman.

Áætlaður kostnaður við þessa framkvæmd er 3,5 milljónir og er áætlaður
framkvæmdatími um tvær vikur.

 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!