Bíldudalur: Þormóðslundur vígður

Frá víglsu Þormóðslundar. Kolbeinn Gunnarsson lék frumsamin lög.

Laugardaginn 29.júni var viðburður í Seljadalsskólgi í Bíldudal í tengslum við bæjarhátíðina Bíldudals grænar baunir 2019. Það voru Skógræktarfélag Bíldudals og Arnfirðingafélagið sem stóðu saman að þessari samkomu í skóginum.

Tilefnið var að vígja Þormóðslund til minningar um þá sem fórust með m.s. Þormóði 1943 síðan ætluðu félagar í Arnfirðingafélaginu að planta trjám í skógræktinni. Dagskráin hófst í lundinum með fræðslu um skógræktarfélagið og Þormóðsslysið.

Það var að árið 1942 sem nokkrir framámenn í þorpinu höfðu forgöngu um að stofna skógræktarfélag og standa að skógrækt í Hólslandi inn í Bíldudalnum. Mikill áhugi þorpsbúa var þessum forgöngumönnum mikil hvatning til framkvæmda. Vorið 1943 var áætlað að ganga fá stofnun félagsins. En þá gripu örlögin þar inn í með hinu geigvænlega Þormóðsslysi en þar fórust flestir forgöngumennirnir ásamt fjölda annarra.

Þannig að það var ekki fyrr en árið 1945 sem skógræktarfélagið var formlega stofnað fyrir forgöngu Kvenfélagsins Framsóknar. Fyrsti formaður þess var Jón S. Bjarnason

Nanna Sjöfn Pétursdóttir formaður skógræktarfélagsins fór yfir þessa sögu um tilurð félagsins og tengsl þess við þá sem fórust með Þormóði.

Pétur Bjarnason sagði stuttlega frá slysinu, aðdraganda þess og áhrif þess á sögu Bíldudals.

Friðbjörg Matthíasdóttir kynnti síðan fyrirhugað Vapp sem gera á um skóginn með styrk frá Ranníba.

Skógarlundurinn var síðan formlega vígður og gefið nafnið Þormóðslundur til minningar um þá sem fósust með Þormóði og einnig helgaður öllum þeim sem áttu um sárt að binda eftir slysið.

Að lokum flutti Kolbeinn Gunnarsson frumsamin lög.

Arnfirðingarfélagið bauð upp á dýrindis veitingar og síðan var farið í gróðursetningu í skógarlandinu.  Þetta var dásamlegur dagur og yfir 50 gestir í skógarlundinum sem nú heitir Þormóðslundur.

Nanna Sjöfn Pétursdóttir

Nanna Sjöfn Pétursdóttir flytur ávarp.

Friðbjörg Matthíasdóttir.

DEILA