Þrjár kindur í Bolungavík nyrðri

Mynd: Eiríkur Kristjánsson .

Reimar Vilmundarson segir að það hafi komið þrjár kindur í Bolungavík á Ströndum . Reimar fór norður í gær  og skoðaði aðstæður. Hann sagðist hafa fundur tvær dauðar kindur, en þegar hann hafði skoðað myndbönd sem tekin voru úr lofti sé það ljóst að kindurnar hafi verið þrjár. Þá þriðju sá Reimar ekki í gær. Hann sagðist hafa þær upplýsingar að kindurnar hefðu komið frá Reykhólasveit og hefðu engin tengsl við Árneshrepp eins áður var talið.

Reimar segir að ummerki eftir kindurnar við bæinn beri það með sér að þær hafi verið þarna í þó nokkurn tíma.

 

DEILA