Stálþil í Bolungavík: Ísar ehf Kópavogi lægst

Brjóturinn í Bolungavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fimm tilboð bárust í endurbyggingu stálþils við Brjótinn í Bolungarvíkurhöfn á tæplega 100 metra kafla. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar fyrir verktakakkostnað er 130,2 milljónir króna.

Lægsta tilboð var frá Ísar ehf í Kópavogi 99,4 milljónir króna sem er 76% af kostnaðaráætlun. Hin tilboðin fjögur voru öll yfir kostnaðaráætlun.

Næstlægsta tilboðið var frá Köfunarþjónustu Sigurðar og Bryggjuverk, Reykjanesbæ og var 132,4 milljónir króna sem er 1,7% yfir kostnaðaráætlun.

Lárus Einarsson ehf., Reykjanesbæ buaðst til að vinna verkið fyrir 135,3 milljónir króna, Hagtak hf., Hafnarfirði fyrir 152,5 milljónir króna og hæsta tilboðið var frá  Kuppur ehf., Ísafirði 194 milljónir króna eða 49% yfir kostnaðaráætlun.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. nóvember 2019.

DEILA