Púkamótið : Jón Páll tekur æfingu fyrir vítakeppnina

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík undirbjó sig fyrir vítakeppnina á morgun með því að taka nokkrar spyrnur á Skeiðisvelli í Bolungavík.  Völlurinn var iðagrænn og eins og best verður á kosið.

Púkamótið hefst á morgun kl 17:30 á Torfnesvellinum Ísafirði með vítakeppni og þar munu þeir mætast bæjarstjóranir. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði var við æfingar í gær og sýndi góða takta.  En það er ljóst eftir morgunæfingu Jóns Páls að Guðmundur á erfiða keppni í vændum og má halda vel á spöðunum til þess að eiga möguleika á sigri.

Enn er möguleiki á því að skrá sig til leiks á http://pukamot.is/skraning-a-pukamotid-2019/.

 

 

DEILA