Nýir kjarasamningar við smábátaeigendur og Þörungaverksmiðjuna

Frá undirritun samninga við smábátaeigendur. Fv. Axel Helgason formaður LS, Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri SGS, Magnús S. Magnússon formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis, Bárður Guðmundsson formaður SSÚ og Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS. Mynd: smabatar.is

Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur gert kjarasamninga um ákvæðisvinnu við línu og net við landssamband smábátaeigenda og Samtaka smærri útgerða. Það var Starfsgreinasamband Íslands sem undirritaði samningana fyrir hönd aðildarfélaga sinna, þar með talið beggja stéttarfélaganna á Vestfjörðum, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungavíkur.

Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022.

Launabreytingar í samningnum taka mið af Lífskjarasamningi Samtaka atvinnulífsins, verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvalda.

Meðal nýmæla í samningnum eru ákvæði um:
      • starfsaldurshækkanir
      • skilgreining á línu – 7 millimetra sver lína með 1,20 metra á milli króka
      • launataxti um yfirferð á línu og lagfæring á krókum í rekka hjá bátum með vélbeitingu.
  • Hinn kjarasamningurinn er milli Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum.Hann var undirritaður í gær  og gildir fyrir starfsmenn Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Kjarasamningurinn inniheldur í öllum megin dráttum launaliði Lífskjarasamningsins. Einnig var samið um breytingar á sérákvæðum sem gilda um störf í verksmiðjunni. Gildistími samningsins er með afturvirkni frá 1. apríl 2019 og gildir til 1. nóvember 2022.

    Verkalýðsfélag Vestfirðinga verður með kynningar- og kjörfund í Þörungaverksmiðjunni föstudaginn 14. júní kl.13.30 og verða niðurstöður kynntar í lok kjörfundar.

DEILA