Myglan á Ísafirði kostar 72 mkr.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt  að samið verði við Geirnaglann ehf. um viðhaldsframkvæmdir við Grunnskólann á Ísafirði. Lagfæra þarf kennslustofur, glugga og þak  vegna raka og mygluskemmda. Samningsverð er 72,3 milljónir króna.

Verkinu innandyra skal lokið 20. ágúst og að fullu lokið 30. september 2019.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!