knattspyrna: Vestri vann ÍR 2:1 í baráttuleik

Knattspyrnulið Vestra í 2. deild vann lið ÍR með tveimur mörkum gegn einu í miklum baráttuleik á Torfnesvelli í gær.

ÍR byrjaði betur og Ágúst Freyr Hallsson skoraði mark á 35. mínutu í fyrri hálfleik. Skömmu fyrir leikhlé fékk Már Viðarsson ÍR ingur sitt annað gula spjald og varð að fara af leikvelli. Eftir það voru Vestramenn einum fleiri.

Í síðari hálfleik hélt baráttan áfram og ÍR varðist vel þrátt fyrir liðsmuninn. Það var ekki fyrr en á 78. mínútu að Vestri jafnaði leikinn með marki frá  Milos Ivankovic eftir stoðsendingu  Friðrik Þóri Hjaltasyni. Áður höfðu ÍR- ingar bjargar tvisvar á línu eftir harða sókn Vestramanna.

Það var svo komið fram í uppbótartíma þegar sigurmarkið kom. Aaron Spear skoraði eftir sendingu frá Hákoni Inga.

Vestri er um miðja deild, í 5.-7. sæti með 9 stig eftir 6 leiki. Þó er liðið aðeins 4 stigum frá efta sæti og reyndar 4 stigur frá fallsæti. Selfoss er í efsta sæti, en Vestri vann þá á Selfossi í fyrstu umferð mótsins.

Samúel Sanúelsson, formaður knattspyrnudeildar Vestra sagði í samtali við Bæjarins besta að þetta hefði verið baráttuleikur, en Vestri hefði verið sterkara liðið í leiknum.

 

DEILA