Kerfillinn burt – umhverfisátak

Hér má sjá svæði fyrir og eftir hreinsun.

Umhverfisátakið kerfillinn burt  hefur staðið yfir síðustu daga á vegum Bolungavíkurkaupstaðar undir heitinu Fögur er Víkin.

Hafa bæjarbúar svarað kallinu af miklum krafti og hefur kerfillinn verður sleginn innanbæjar hvar sem til hans hefur sést. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri segir að gríðarlegt samfélagsátak hafi átt sér stað í bænum síðustu daga og búið sé að hreinsa kerfilinn innanbæjar í byggðinni og töluvert á útjaðri byggðarinnar.

Bæjarbúar geta skilið upprifinn kerfil eftir á pokum eða böndum á gangstéttum og bæjarstarfsmenn fjarlægja hann.

Bærinn býður svo bæjarbúum ttil grillveislu að loknu átakni í dag um kl 19. Grillaðar verða pylsur við Íþróttahúsið.

DEILA