Kæra deiliskipulag og framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar

Eigendur meirihluta jarðarinnar Drangavíkur á Ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þetta kemur fram á RUV.is.

Telja landeigendur skipulag vegna virkjunarinnar byggjast á röngum landamerkjum og að hluti framkvæmda séu á þeirra landi.

Af þessu tilefni hefur Landvernd sent frá sér fréttatilkynningu þar sem krafist er að framkvæmdir verði stöðvaðar:

„Kæra landeigenda Drangavíkur til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í dag er enn eitt dæmið um þau ófaglegu vinnubrögð sem HS Orka, Vesturverk og hreppsnefnd Árneshrepps hafa viðhaft varðandi Hvalárvirkjun. Álit Skipulagsstofununar á umhverfisáhrifum virkjunarinnar sem er mjög neikvætt er hundsað, tillaga Náttúrufræðistofnunar Íslands um að svæðið verði friðlýst er líka hundsuð og hagkvæmni virkjunarinnar er háð því að milljörðum af almannafé verði ráðstafað til framkvæmdarinnar.
Nú kemur í ljós enn ein handvömmin í undirbúningi virkjunarinnar þar sem eigendur vatnsréttinda á hluta svæðisins hafa ekki verið hafðir með í ráðum þegar landi þeirra er ráðstafað vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda.
Hvalárvirkjun er fjárhagslega óábyrg og aðstandendur og stuðningsmenn hennar virða lög, reglur og faglega ferla að vettugi. Virkjunin er ekki forsenda fyrir bættu raforkuöryggi á Vestfjörðum, til þess eru til margar aðrar áhrifaríkari leiðir sem ekki valda viðlíka spjöllum á íslenskri náttúru. Landvernd krefst þess Vesturverk og HS Orka  stöðvi allar framkvæmdir við þessa virkjun sem aldrei hefur verið grundvöllur fyrir.“
eyðileggja sem mest í nafni rannsókna
Landvernd og nokkur samtök hafa sent lífeyrissjóðum sem þau segja að eigi meirihluta í HS Orku bréf þar sem segir að  „lífeyrissjóðir í eigu landsmanna sem í dag eru jafnframt stórir hluthafar í HS Orku, geta gripið í taumana og forðað þjóðinn frá óafturkræfu umhverfisslysi og stöðva þá sóun sem felst í frekari undirbúningi“ og  bornar eru þær sakir á HS Orku og dótturfyrirtæki þess Vesturverk að fyrirtækið „hyggst eyðileggja sem mest í nafni rannsókna“
Undir bréfið til lífeyrissjóðanna rita:
Náttúruverndasamtök Austurlands
Andrés Skúlason
Náttúruverndarsamtök suðvesturlands
Helena Mjöll
Samtök um Náttúrurvernd á Norðulandi
Harpa Barkardóttir
Eldvörp, samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi
Ingibjörg Eiríksdóttir
Landvernd
Auður Önnu Magnúsdóttir
Náttúruverndarsamtök Íslands
Árni Finnsson
Ófeig náttúruverndarsamtök
Snæbjörn Guðmundsson
Rjúkandi
Rakel Valgeirsdóttir
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi
Harpa Barkardóttir
Ungir umhverfisverndarsinnar
Pétur Halldórsson
DEILA