Hæsta tré Vestfjarða er 20,06 metrar að hæð

Frá mælingu hæsta trés Vestfjarða.

Skógræktin hefur verið að mæla hæð trjáa á Vestfjörðum. Í gær voru Sitkatré í Barmahlíð í Reykhólahreppi mæld og þar var hæsta tréð 20,06 metrar að hæð. Björn Traustason, sérfræðingur á Mógilsá sagði í samtali við Bæjarins besta að þvermál þess sé 43,6 cm. , en mælt er þvermál trjáa í 1,3 metra hæð.

Í dag voru Skógræktarmenn við mælingar í Haukadal í Dýrafirði og þar reyndist hæsta tréð, ösp, vera 19,44 metrar að hæð. Þvermál þess er 36 cm. Er því talið öruggt að tréð í Barmahlíð sé það hæsta á Vestfjörðum.

Öspin í Haukadal er hins vegar mun yngri en sitkagreinið í Barmahlíð, en öspin er frá 1974.

Skógrækt ríkisins hefur nýlega flutt starfsemi sína á Vestfjörðum í húsnæði Vestra á Ísafirði og eru starfsmenn Kristján Jónsson og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.

DEILA