Frjálsar FRÍ 12 ára : tveir Íslandsmeistarar frá Patreksfirði

Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram um helgina í Laugardalnum. Um 220 krakkar frá 17 félögum tóku þátt á mótinu. Þetta unga íþróttafólk eru stjörnur framtíðarinnar og á mikilli uppleið. Mikið var um persónulegar bætingar, fimm mótsmet féllu og eitt aldursflokkamet.

Héraðssambandið Hrafna Flóki í Vestur Barðastrandarsýslu sendi fimm keppendur. Gaman er að segja frá því að í 12 ára flokki stráka var HHF í 4 sæti af 8 liðum þó að þeir hafi aðeins verið 3 að keppa í þessum flokki frá HHF.

Tveir þeirra  unnu grein í sínum aldursflokki og urðu Íslandsmeistarar sem er glæsilegur árangur.

Það voru þeir Tryggvi Sveinn Eyjólfsson sem varð Íslandsmeistari í spjótkasti með 28,07 metra kast  og hinn er Fjölnir Úlfur Ágústsson sem varð hlutskarpastur í kúluvarpi með kast upp á  8,28 m.

Fjölnir Úlfur á verðlaunapallinum fyrir miðju.

Tryggvi Sveinn fyrir miðju með verðlaunin.

 

 

DEILA