Framkvæmdum um Bjarnafjarðarháls að ljúka

Gamla brúin í Bjarnarfirði.

Framkvæmdir við gerð nýð vegar yfir Bjarnarfjarðarháls og niður í Bjarnarfjörðinn að Laugarhól eru á lokastigi. Pálmi Þór Sævarsson, svæðissjóri hjá Vegagerðinni segir  unnið að lokafrágangi. Búið er að klára að klæða veginn út fyrir Laugarhól. Pálmi segir að það sé eftir að rífa gömlu brúnna og ganga endanlega frá eldra vegsvæði.

Samkvæmt heimildum Bæjarins besta er líklegt að gamla brúin verði  ekki rifin vegna beiðni heimamanna sem horfa til fjárreksturs um brúna og útivistarfólks, en það er enn óstaðfest.

Norðurfjörður

Þá verður unnið við vegarbætur í Norðurfirði. Borgarverk ehf var lægstbjóðandi í verkið og er áætlað að framkvæmdir hefjist í júlí heildar kostnaðaráætlun fyrir verkið er um 48 m.kr.

DEILA