Endurbætur á Hornbjargsvita fyrir 18 mkr.

Frá Látravík. Mynd: Ferðafélag Íslands.

Um þessar mundir standa yfir miklar endurbætur á aðstöðu í og við Hornbjargsvita en í Hornbjargsvita hefur Ferðafélag Íslands rekið skálagistingu á sumrin líkt og félagið gerir annars staðar á landinu.

Bætt öryggi og náttúruvernd
Ferðafélag Íslands hlaut í vor 18 milljón króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða „sem hefur verið ótrúleg lyftistöng fyrir Hornbjargsvita og umhverfi. Vegna hans gátum við farið í löngu tímabærar framkvæmdir, meðal annars að laga um 500 metra langa vatnslögn úr brunninum upp í fjalli og niður að rafmagnsvirkjun sem er við vitann,“ segir Halldór Hafdal Halldórsson vita- og skálavörður í Hornbjargsvita.

Í afgreiðslu sjóðsins segir um styrkveitinguna til Ferðafélagsins að styrkurinn sé til að bæta öryggi ferðamanna og vernda náttúru með því að smíða vetrarklósett, lagfæra fallpípu að vatnsrafstöð, endursmíða fúinn og hættulegan stiga og togbraut og lagfæra gangráð vatnsvirkjunar og fá þannig stöðuga spennu og tíðni.

DEILA