Brekkustígur 7 Suðureyri: aðkoman hluti af Aðalgötu 11

Lóðarleigusamningur um Brekkustíg 7 á Suðureyri var gerður 14. nóvember 2008 og undirritaður af þáverandi bæjarstjíra Halldóri Halldórssyni og Elíasi Guðmundssyni fþgþ Golan ehf. Í samningnum segir í 7. grein að aðkoma og bílastæði fyrir Brekkugötu 7 liggi milli Aðalgötu 11 og Aðalgötu 13 og hafi aðkoman áður verið partur af lóðinni Aðalgötu 11. Tekið er fram að lóðin sé einungis til afnota og að allar framkvæmdir á bílastæði og aðkomu séu á kostnað lóðarhafa Brekkustígs 7. Þurfi ísafjarðarbær síðar að nýta lóð aðkomu og bílstæðis vegna skipulags er leigusamningurinn upspegjanlegur með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Skuli þá gerður nýr grunnleigusamningur fyrir lóð Brekkustígs 7. Komi til uppsagnar er tekið fram að ekki verði greiddar bætur vegna bílastæðis og  aðkomu.

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri segir og tekur fram að það er hans persónulega skoðun „að umrætt hús og umhverfi þess á Suðureyri er til mikillar prýði. Þarna hafa eigendur byggt upp af miklum myndarskap og vandað til verka. Öðrum til eftirbreytni.“

 

DEILA