Borgarlína: lítil breyting á afstöðu

Lítil breyting er á afstöðu landsmanna til Borgarlínu frá janúar 2018 sé miðið við skoðanakönnum MMR sem birt var í dag. Stuðningur er 54% en var 53% fyrir hálfu öðru ári. Nánast jafnmargir eru í meðallagi og andvígir 24% og 22% en voru 23% og 25% í eldir könnun.

Spurt var : Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú Borgarlínunni? og gefnir þrír svarmöguleikar hlynntur, í meðallagi og andvígur.

Svarendur voru 884 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 7. til 24. júní 2019.

Stuðningsmenn Samylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar eru mjög fylgjandi Borgarlínu eða frá 74 – 84% og andstaðan er mjög lítil eða frá 4 – 6%.

Öðru máli gegnir um aðra stjórnmálaflokka. Um 30% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks styðja Borgarlínu , 18% Flokks fólksins og aðeins 9% stuðningur er meðal fylgjenda Miðflokksins.

Andstaðan í öllum þessum fjórum flokkum er meiri en stuðningurinn, en þó er andstaðan meðal sjálfstæðismanna ekki miklu meiri en stuðningurinn eða 36%.

Mestur stuðningur í Reykjavík

Séu svörin sundurliðuð eftir búsetur kemur í kjós að stuðningurinn er mestur í Reykjavík 64%, síðan í nágrannasveitarfélögunum 55%. Minnstur er stuðningurinn á Vesturlandi/Vestfjörðum og Austurlandi 36% og 35%.

Andstaðan er mest á Norðurlandi og Austurlandi 30% og 38%. Á vestanverðu landinu Vesturlandi/Vestfjörðum er anstaðan 22% oen fjöldi þeirra sem svara í meðallagi er hæstur á landinu 43%.

DEILA