Bolungavík: björgunarbáturinn Kobbi Láka

Kobbi Láka á siglingu í morgun. Mynd: Hörður Snorrason.

Nýi björgunarbátur Ernis í Bolungavík fékk í morgun nafnið Kobbi Láka við hátíðlega athöfn. Hann leysir af hólmi eldri og minni björgunarbát Gísla Hjalta. Jakob Þorláksson vann að björgunarsveitarmálum um langt árabil. Nýi báturinn var keyptur af björgunarsveitinni Ársæl  í Reykjavík og kostaði um 10 milljónir króna. Sigurjón Sveinsson, formaður Ernis sagði að Jakob Valgeir ehf hafi styrkt sveitina dyggilega við kaupin og færði þeim þakkir fyrir þeirra mikilvæga framlag.

DEILA