Bolungavík: grísirnir komnir

Tveir grísir eru komnir til Bolungavíkur, sem Bolungarvíkurkaupstaður og Náttúrustofa Vestfjarða hafa ákveðið að fá í tilraunaksyni til þess að beita á kerfil og annan ásækinn gróður sem herjar á bæjarlandið í Bolungarvík. Grísirnir eru 10 vikna gamlir. Þeir eru þegar farnir að gæða sér á kerflinum og það af nokkurri lyst.

Bolungavíkurkaupstaður hefur efnt til nafnasamkeppni um nöfn á grísina sem munu báðir vera gyltur.

Niðurstaða í nafnasamkeppninni verður tilkynnt á 17. júní við Félagsheimil Bolungarvíkur.

Verðlaun eru í boði fyrir vinningstillögur.

DEILA