Atvinnuleysi eykst um 31%

Atvinnuleysi á Vestfjörðum jókst um nærri þriðjung frá apríl 2018 til apríl 2019. Alls voru 92 atvinnulausir en voru 70 réttu ári fyrr. Atvinnuleysið er áætlað 2,3% af vinnuafli. Atvinnuþátttakan er óbreytt milli ára 85,9% af íbúafjölda á aldrinum 16 – 69 ára. Íbúafjöldinn á þessum aldri er 4.719 í lok apríl 2019 og þar af eru 4.054 á vinnumarkaðinum.

Aukingin í atvinnuleysinu er fyrst og fremst meðal karla en atvinnulausum körlum fjölgaði úr 45 í 60 á þessu tímabili.  Aukningin er einkum meðal verkafólks en atvinnulausu verkafolki fjölgaði úr 21 í 47 eða um 26 á þessu 12 mánaða tímabili. Sé atvinnuleysi flokkað eftir menntun þá er það mest meðal þeirra sem hafa grunnskólapróf, eða 57 af þeim 92 sem eru atvinnulausir.

Atvinnuleysið hefur einkum aukist hjá þeim sem vinna við gistingu og veitingar +7, opinbera þjónustu +5 og fiskveiðar og vinnslu +5 ,alls er aukningin 17 í þessum störfum.

Athyglisvert er að aukningin í atvinnuleysi kemur eingöngu fram hjá erlendu vinnuafli. Það voru 40 útlendingar atvinnulausir samanborið við 19 fyrir ári. Jafnmargir íslendingar voru án vinnu nú og fyrir ári.

Atvinnuleysið hefur einkum aukist í Ísafjarðarbæ sé sundurliðað eftir sveitarfélögum.

DEILA