80 metra hátt mastur á Eyrarfjalli í Önundarfirði

Áhrifasvæði vindmyllunnar.

Gunnar Gaukur Magnússon f.h. Vesturverks ehf hefur sótt um framkvæmdaleyfi í landi Ísafjarðarbæjar, vegna rannsókna á vindorku á Eyrarfjalli ofan Flateyrar, Ísafjarðarbæ. Sótt er um heimild til þess að setja upp allt að 80 m hátt rannsóknarmastur ásamt mælingarbúnaði. Um er að ræða grindar- eða túbumastur sem er stagað niður með vírum í steyptar undirstöður eða jarðakkeri.

Í umsókninni segir að á fjallinu séu að ýmsu leyti góðar aõstæôur til nýtingar en til þess aõ skera úr um hvort svæõi henti þarf að mæla þar vindhraôa yfir tiltekið tímabil og fá þannig  nægilega góða mynd af vindhraða í meðalári. Mikilvægast er aô mæla vindstyrk í nægjanlegri hæð til að gefa réttustu mynd af vindskilyrõum sem ríkja í turnhæð vindmyllunnar.

Rannsóknarverkefniô gæti tekiô um 1-2 ár en eftir aô því lýkur er gert ráô fyrir aõ taka mastrið niður. Mældar upplýsingar eru svo metnar og nýttar tíl aô meta fýsileika vindorkuvers í nánd við mælingarstaðinn.

20 MW vindorkugarður

Reynist skilyrði jákvæð er næst að ná samkomulagi við landeiganda, sem er Ísafjarðarbær,  og fá tilskilin leyfi og reisa vindmyllu í tilraunaskyni.   Hvað stærð áhrærir er miöaõ við tveggja tíl þriggja megavatta (MW) myllu og hugsanlega tvær til þrjár tengdar saman meô heildarafl á bilinu frá 6 til 9 MW. Ef t¡lraunir reynist vel þá gæti heíldar stærð vindorkugarðs orðiô um og yfir 2OMW.

DEILA