Thorsteinsson fjölskyldan á Bíldudal

Skiltið á Bíldudal. Mynd: Helgi Hjálmtýsson.

Í gær var vígt á Bíldudals grænum baunum  2019 nýtt skilti á Tungunni á Bíldudal. Skiltið gerir nánari grein fyrir Thorsteinsson-fjölskyldunni og veru hennar á Bíldudal frá 1880-1903 er þau fluttu til Kaupmannahafnar.

 

Skiltinu er ætlað að styðja við ferðaþjónustu á Vestfjörðum og er uppsett á íslensku og ensku.

Á Tungunni má jafnframt finna brjóstmyndir af þeim Pétri og Ásthildi Thorsteinsson og lágmynd af syni þeirra Guðmundi sem er betur þekktur undir gælunafninu Muggur.

 

Arnfirðingafélagið stóð að gerð skiltisins og uppsetningu þess.

DEILA