Strandveiðar búbót fyrir hafnirnar

Í Vesturbyggð fjölgaði um 20 manns.

Strandveiðibátar greiddu 165 milljónir króna í veiðigjöld á síðasta ári. Mest var greitt á svæði A, vestanverðu landinu, eða 74 milljónir króna. þetta kemur fram í skriflegu svari sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland.

Einnig var spurt um greiðslur strandveiðibáta til hafna. Á síðasta ári voru hæstar greiðslur til Patrekshafnar af höfnum á Vestfjörðum. Strandveiðibátar greiddu 2,9 milljónir króna til hafnarinnar. Næst kom Bolungavíkurhöfn sem fékk 2,3 milljónir króna frá strandveiðibátum. Athygli vekur að höfnin í Norðurfirði fékk 807 þúsund krónur og varð þriðja tekjuhæsta höfnin. Suðureyrarhöfn fékk 742 þús kr, Tálknafjarðarhöfn 636 þús kr, Bíldudalshöfn 505 þúsund kr. og Höfnin á Hólmavík fékk 485 þúsund krónur.

DEILA