Strandveiðar 2018: 45% aflans á A svæði

Smábátar í Bolungavíkurhöfn.

Heildaraflinn á strandveiðunum sumarið 2018 varð 9.803 tonn sem skiptist í 9.396 tonn af kvótabundnum tegundum og 391 tonn af ufsa sem landað var sem VS afla. Af kvótabundnu tegunundum var langmest af þorski 9.075 tonn. Heimilt var að veiða 10.200 tonn auk 700 tonna af ufsa.

A svæðið, sem nær meðal annars yfir Vestfirði, varð langaflahæst með 4.210 tonn af kvótabundnum tegundum eða 45% af heildaraflanum. Á A svæðinu stunduðu 202 bátar starndveiðar en alls voru 548 bátar á veiðunum.

Heildarverðmæti strandveiðiaflans var 2.194 milljónir króna. Þar af voru 90% seld í gegnum fiskmarkaði eða 8.857 tonn. Til fiskvinnslu voru seld 685 tonn samkvæmt samningi um almennan byggðakvóta yfir allt landið, sem er um 7% af heildarstrandveiðiaflanum.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.

Þetat kemur fram í skriflegu svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á alþingi við fyrirspurn frá Ingu Sæland um strandveiðar árið 2018.

DEILA