Stjórnkerfi í Dýrafjarðargöngum boðið út

Í fyrradag voru opnuð hjá Vegagerðinni tilboð í stjórnkerfi Dýrafjarðarganga.

Framkvæmdin sem hér um ræðir nær yfir gerð stjórnkerfis í Dýrafjarðargöng. Stjórnkerfið hefur það hlutverk að fylgjast með ástandi í göngunum, skrá það, stjórna loftræsingu og láta vita af öllum bilunum ef hættusástand skapast. Innifalið í verkinu er hönnun/smíði
stjórn- og neyðarsímaskápa, iðntölvubúnaður, forritun búnaðarins samkvæmt verklýsingu,  prófun búnaðarins og gerð handbóka um kerfið.
Helstu magntölur verksins eru:
Stjórnskápar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11 stk.
Neyðarsímaskápar . . . . . . . . . . . . . . . ..17 stk.
Neyðarsímaklefar . . . . . . . . . . . . …….    4 við tæknirými
Iðntölvubúnaður . . . . . . . . .                  28 stýrivélar og fjar I/O
Netbúnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29 stk.
IP neyðarsímar . . . . . . . . . . . . . . . . . .  28 stk.
PC tölvubúnaður . . . . . . . . . . . . . . . . .   2 stk.

Verki skal lokið að fullu 31. ágúst 2020.

Kostnaðaráætlun verksins er upp á 93,6 milljónir króna. Lægsta tilboðið var frá Rafeyri ehf á Akureyri 683, milljónir króna, sem er 27% undir kostnaðaráætlun. Næstlægsta tilboðið var frá Rafskaut ehf á Ísafirði 70,1 milljónir króna. Er það 1,8 milljón króna hærra en lægsta boð. Öll tilboðin sjö voru undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin tekur ákvörðun á næstunni um verktaka, en venjan er að semja við læstbjóðanda.

DEILA