Sjálfstæðisflokkurinn 90 ára

Hinn 25. maí nk. verður Sjálfstæðisflokkurinn 90 ára, en flokkurinn var stofnaður með sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins þann dag árið 1929.

Allar götur síðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið stærsta umbótaaflið í íslensku samfélagi segir í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum.

Í tilefni af þessu skipaði miðstjórn Sjálfstæðisflokksins afmælisnefnd sem nú hefur mótað hátíðardagskrá fyrir næstu mánuði til að halda upp á tímamótin, sjá hér að neðan. Í nefndinni eiga sæti: Aldís Hafsteinsdóttir, Birgir Ármannsson, Davíð Snær Jónsson, Einar K. Guðfinnsson, Halldór Blöndal, Kjartan Gunnarsson, Nanna Kristín Tryggvadóttir, Sigríður Svavarsdóttir og Sólveig Pétursdóttir.

Haldið verður upp á afmælið víðs vegar um land. Í Reykjavík verður afmælinu fagnað með veglegri fjölskylduhátíð við Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 11-13 þar sem boðið verður upp á veitingar, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ávarpar gesti, Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur leikur nokkur lög, leikhópurinn Lotta mætir á svæðið o.fl.

Afmælisins verður minnst á Vestfjörðum með samkomu á Ísafirði:

Fulltrúaráðið á Ísafirði býður í dögurð (morgunbrauð og afmælisköku) 25. maí kl. 11-13 í Edinborg á Ísafirði. Tónlistaratriði og ræðumenn af eldri kynslóðinni rifja upp gamla tíma, annar fæddur 1927 og hinn 1932 og bæði virk í starfinu enn.

Í Reykjavík verður afmælinu fagnað með veglegri fjölskylduhátíð við Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 11-13 þar sem boðið verður upp á veitingar, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ávarpar gesti, Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur leikur nokkur lög, leikhópurinn Lotta mætir á svæðið o.fl.

DEILA