Salome hleypur hálfmaraþon til minningar um Kolbein

Salóme Gunnarsdóttir ætlar að hlaupa núna á sunnudaginn 19. maí næstkomandi hálfmaraþon á milli kirkja á Vestfjörðum, þ.e. á milli Súðarvíkurkirkju og Ísafjarðarkirkju. Svo vill til að vegalengdin milli kirknanna er nákvæmlega 21,1 km eða hálf maraþon vegalengd. Salóme er að hlaupa til minningar um frænda sinn Kolbein Einarsson sem lést nýverið úr krabbameini og safnar um leið áheitum fyrir Kraft.

Salóme er að hlaupa sitt fyrsta hálfmaraþon og mun hlaupa ein. Hún ætlaði sér fyrst að fara í hlaup í London en eftir andlát Kolbeins ákvað hún að hlaupa frekar á Vestfjörðum, til stuðnings Krafti og til minningar um Kolbein. Kolbeinn verður jarðsunginn á Ísafirði 18. maí og mun Salóme hlaupa styrktarhlaup sitt daginn eftir og á sama tíma og Kraftur heldur hlaup í Reykjavík .

Það er engin opinber áheitasöfnunarsíða fyrir þetta hálfmaraþon, bara reikningsnúmer:

Reikningsnúmer: 0515-26-850722
Kennitala: 020288-2999.

Salome greinir frá þessum fyrirætlunum sínum á facebook síðu sinni. Þar segist hún hafa rætt við framkvæmdastjóra Krafts, sem mælti með því að Salome notaði bankareikning á sínu eigin nafni, og legði svo heildarsummuna inn á Kraft í einni færslu að hlaupinu loknu. Segir Salome í færslunni að hver króna sem lögð verður inn á reikninginn muni fara til Krafts.

 

DEILA