Landsþing Landsbjargar

Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldið um helgina á Egilsstöðum. Rúmlega 500 þingfulltrúar lögðu línurnar fyr­ir næstu starfs­ár og 18 lið kepptu í Björgunarleikum.

Nýr formaður félagsins var kjörinn Þór Þorsteinsson úr Borgarfirði og auk hans voru átta félagar víða af landinu kjörnir í stjórn. Frá Vestfjörðum eru tveir stjórnarmenn, þau Auður Yngvadóttir Ísafirði og Valur Valgeirsson, Suðureyri og voru þau kosin áfram til setu í stjórninni. Nýir stjórnarmenn eru að sögn Jóns Svanbergs Hjartasonar, framkvæmdastjóra  Auk Þórs þau Björghildur F. Kristjánsdóttir frá björgunarsveitinni Ársæl  í Reykjavík, Þorsteinn Þorkelsson frá sömu sveit og Hildur Sigfúsdóttir frá björgunarsveitinni Una í Garði.  Aðrir stjórnarmenn eru Gísli V. Sigurðsson, Hallgrímur Óli Guðmundsson, Hildur Sigfúsdóttir og Otti Rafn Sigmarsson.

Alls eru níu í stjórninni.

DEILA