Kröfðust 7,9 milljóna króna í málskostnað

Elías Svavar Kristinsson og Ólafur Valsson, sem höfðuðu mál á hendur Árneshreppi til ógildingar á síðustu sveitarstjórnarkosningum, kröfðust þess fyrir Héraðsdómi Vestfjarða að fá greiddar 7,9 milljónir króna í málskostnað.  Þetta hefur Bæjarins besta fengið staðfest. Gera má ráð fyrir að það sé uppsafnaður kostnaður við allan málarekstur þeirra, sem hófst strax að lokum sveitarstjórnarkosningunum í fyrra með kæru til sýslumannsembættis Vestfjarða.

Krafan var ekki tekin til greina heldur voru kærendur dæmdir til að greiða Árneshreppi eina milljón króna í málskotnað hreppsins.

Árið 2017 voru útsvarstekjur og fasteignagjöld Árneshrepps 29,9 milljónir króna.

DEILA