Krían er komin

Krían mætti þann 4. maí í Arnarfjörðinn. Þá náði Viktor Daði þessar skemmtilegu mynd af kríuhópi á flugi.

Enginn fugl í heiminum ferðast jafnlanga leið á milli varp- og vetrarstöðva og krían (Sterna paradisaea). Flugleiðin frá varpstöðvum á norðurhjaranum suður að ísbreiðunum við Suðurskautslandið getur verið rúmlega 35 þúsund km og þessa vegalengd fer fuglinn tvisvar á ári segir á Vísindavefnum.

Fuglafræðingar hafa rannsakað þetta langa ferðalag kríunnar, bæði farleiðina og hversu langan tíma ferðalagið tekur. Að vori er ferðatíminn um 60 dagar. Hún leggur upp í byrjun mars og kemur hingað til lands um mánaðamótin apríl/maí. Haustfar kríunnar er hægara og tekur um 90 daga.

DEILA