Knattspyrnuskóli Vestra – Eiður Smári kemur

Um helgina verður haldinn í fyrsta skiptið knattspyrnuskóli Vestra. Þórólfur Sveinsson þjálfari hjá Þór Akureyri sér um skipulagningu og utanumhald á skólanum og með honum kemur Hlynur Eiríksson afreksþjálfari hjá FH.  Þjálfarar Vestra verða þeim svo til aðstoðar. Silja Úlfarsdóttir einn færasti hlaupaþjálfari Íslands mun vera með hlaupaþjálfun en hún hefur sérhæft sig í hraðaþjálfun fyrir íþróttamenn. Iðkendur fá einnig fyrirlestur um næringu og mun Salome Elín Ingólfsdóttir næringarfræðingur sjá um þann hluta.

Til að toppa þetta alltsaman mun knattspyrnuskólinn fá góðan gest frá KSÍ en það er enginn annar en Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi fyrirliði Íslenska landsliðsins og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu sem mætir á svæðið og verður með okkur í skólanum.

Knattspyrnuskólinn verður á Torfnesi.

Skólinn er ókeypis öllum iðkendum Vestra í knattspyrnu og innifalið í því er þjálfun, allt nesti og matur á meðan skólinn er í gangi og gjöf að skóla loknum. Það er Dömukvöld knattspyrnudeildar Vestra sem styrkir skólann.

DEILA