knattspyrna: Vestri vann 3:1

Frá leik á Torfnesvelli. Mynd úr safni.

Karlalið Vestra vann fyrsta heimaleikinn í 2. deildinni á þessu leiktímabili þegar liðið lagði lið Kára frá Akranesi 3:1. Fyrir leikinn voru Skagamennirnir í efsta sæti deildarinnar og þeir byrjuðu betur og skoruðu mark á 12. mínútu. Það var Eggert Kári Karlsson sem gerði markið. En Vestramenn jöfnuðu leikinn á 27. mínútu þegar Josh Signey skoraði eftir stoðsendingu frá Daniel Osafo-Badu.

Vetsri gerði síðan út um leikinn undir lok seinni hálfleiks  með tveimur mörkum. Á 80. mínútu skoraði Aaron Spear og Josh Signey átti stoðsendinguna. Josh Signey skorðai svo þriðja markið á 83. mín. og innsiglaði öruggan sigur.

Lið Vestra er í 2. – 5. sæti eftir þrjár umferðir með 6 stig og hefur unnið tvo leiki en tapað einum. Leiknar eru 22 umferðir.

DEILA