Ísafjarðarbær áfrýjar dómi um virkjunarrétt

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkir að áfrýja dómi Héraðsdóms Vestfjarða í máli Orkubús Vestfjarða gegn Ísafjarðarbæ og AB-fasteignum ehf.

Í málinu er tekist á um það hverjum virkjunarréttindi í Úlfsá í Dagverðardal tilheyri. Orkubú Vestfjarða telur sig réttan eiganda að þeim réttindum en Ísafjarðarbær gerir kröfu um eignarhaldið.

Í raun er tekist á um það hversu víðtæð yfirlýsing ísafjarðarbæjar var þegar Orkubú vestfjarða var stofnað 1977. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri segir í samtali við Bæjarins besta að í afsalinu fra 1978 sé afsali bærinn til Orkubúsins réttindum sínum jafnt þekktum sem óþekktum  og það sé spurningin um þessi óþekktu réttindi og hvar mörkin liggi í þeirri yfirlýsingu. Bendir Guðmundur á að nú fjörutíu árum síðar séu aðrir tímar og möguleikar sem enginn gat séð fyrir.

Aðspurður hvers vegna áfrýjað er segir Guðmundur að málið sé þannig vaxið að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið á aðra dómsstigi en fyrir héraðsdómi einum.  Guðmundur kvað þett mál ekki beint tengjast heitavatnsréttindunum í Reykjanesi en væri þó mál af þeim toga og að dómur í Úlfsármálið gæti haft áhrif á það.

DEILA