Hólmadrangur í nauðasamninga

Viktoría Rán Ólafsdóttir kaupfélagsstjóri á Hólmavík segir að greiðslustöðvun Hólmadrangs hafi lokið þann 30. apríl s.l. Í framhaldinu var óskað eftir heimild til að leita nauðarsamninga hjá Héraðsdómi Vestfjarða. Jákvæður úrskurður þess efnis fékkst á mánudaginn.  Eigendur Hólmadrangs hafa fært niður hlutafé sitt til jöfnunar taps. Viktoría segir að framundan séu viðræður við alla kröfuhafa Hólmadrangs, bæði vegna veðskulda og viðskiptaskulda.

Hólmadrangur fékk greiðslustöðvun þann 12. október 2018 til þriggja mánaða, sem síðan var framlengd til loka apríl 2019. Við það tækifæri sagði Viktoría Rán að tekist hefði að lækka verulega afurðalán og safna fé inn á sérstakan reikning sem notaður verður til þess að semja við kröfuhafa.

DEILA