Hinsegin kórinn með tónleika á Vestfjörðum

Hinsegin kórinn heldur tvenna tónleika á Vestfjörðum á næstunni. Fyrri tónleikarnir verða á Hólmavík fimmtudaginn 30. maí kl.18 og þeir seinni á Ísafirði laugardaginn 1. júní kl.17.

Verða tónleikarnir í  Hólmavíkurkirkju og Ísafjarðarkirkju.

Kórstjóri er Ísfirðingurinn Helga Margrét Marzellíusardóttir. Halldór Smárason, einnig  Ísfirðingur leikur með kórnum á píanó.

Hinsegin kórinn hefur starfað í nokkur ár og verður öflugri með hverju árinu. Það er ekki síst að þakka kórstjóranum, Ísfirðingnum Helgu Margréti Marzellíusardóttur, sem hefur stýrt kórnum frá upphafi. Helga Margrét hefur samið lög fyrir kórinn og útsett fjölmörg önnur. Á efnisskránni eru afar fjölbreytt lög, allt frá hinum 240 ára gamla sálmi Amazing Grace, við lag sem áheyrendur hafa líklega aldrei heyrt áður, til laga með Whitney Houston, Nirvana og Radiohead, frá angurværum 86 ára ástarsöng til söngva um regnbogann, með viðkomu í bandarísku poppi 7. áratugarins. Og er þá alls ekki allt upp talið!

DEILA