Edinborgarhúsið : Útgáfutónleikar Richard Andersson trío

Hið dansk-íslenska tró NOR verður með útgáfutónleika í Edinborgarhúsinu 2. maí. Tríóið er skipað þeim Richard Andersson á kontrabassa, Óskari Guðjónssyni á tenór saxafón og Matthiasi Hemstock á trommur. Tónleikarnir eru til að fagna útgáfu „The six of us“ annarrar plötu tríósins. Platan er óður til fjölskyldulífsins en þeir eru allir fjölskyldumenn og feður, nafn plötunnar vísar til þess að nýlega varð Richard faðir í fjórða sinn og fjölskyldumeðlimir því orðnir sex.

Þeir félagar eru vestfirskum djassunnendum vel kunnir enda hafa þeir allir spilað í Edinborgarhúsinu ýmist sem trío Richard Andersson eða í öðrum hljómsveitum. Árið 2013 flutti danski bassaleikarinn og tónskáldið Richard Andersson til Íslands til að kynna sér menningu og tónlistarsenu landsins. Hann tengdist fljótlega öðru tónlistarfólki þar á meðal saxófónleikaranum Óskari Guðjónssyni og trommuleikaranum Matthíasi Hemstock. Síðan þá hafa þeir starfað saman undir nafninu „Richard Andersson NOR“.

Tónleikarnir hefjast kl 20

Miðaverð 3.000 nemar og eldri borgarar 2.500

DEILA