Edinborg: bæjaryfirvöld lýsa þungum áhyggjum

Ísafjarðarbæ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar stjórnar Edinborgarhússins um að draga verulega úr starfsemi hússins og sagt var frá hér á Bæjarins besta í gær:

Fundur með bæjarráði á mánudaginn

„Bæjaryfirvöld lýsa yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem er uppi í rekstri Edinborgarhússins á Ísafirði og lýst er í yfirlýsingu frá stjórn félagsins. Tekið skal heilshugar undir það sem fram kemur í yfirlýsingunni um blómlegt viðburðarhald í húsinu undanfarin ár. Það er mikilvægt að renna styrkum stoðum undir reksturinn og gera hann sjálfbæran og með það að leiðarljósi hefur stjórn Edinborgarhússins verið boðuð á fund bæjarráðs á mánudag til að ræða þá stöðu sem upp er komin og mögulegar lausnir.“

DEILA