Áskorun til ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu varna gegn ofanflóðum

Snjóflóavarnir á Flateyri. Mynd: Verkis.
Þrettán manns hafa sent áskorun til ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu varna gegn ofanflóðum. Eru þetta  ofanflóðasérfræðingar, forsvarsmenn bæjarfélaga á ofanflóðahættusvæðum og nokkrir aðrir sem hafa komið að komið að hættumati og uppbyggingu varna gegn snjóflóðum og skriðuföllum hér á landi á undanförnum árum og áratugum. Áskorunin er á ábyrgð þeirra en ekki stofnana,  eða bæjarfélaga þar sem þeir starfa.
Meðal þeirra sem undirrita áskorunina eru núverandi og fyrrverandi bæjarstjórar í Ísafjarðarbæ, Guðmundur Gunnarsson og Halldór Halldórsson, Harpa Grímsdóttir hópstjóri Ofanflóðavöktunar á Veðurstofunnar, Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur ofanflóðahættumats og Magnús Jóhannesson, fyrrv. ráðneytisstjóri og formaður stjórnar Ofanflóðanefndar.
Í áskoruninni segir að skorað er  á stjórnvöld að ljúka sem fyrst uppbyggingu ofanflóðavarna. „Fjárhagslega og tæknilega virðist raunhæft að ljúka þeim framkvæmdum sem eftir standa fyrir árið 2030 ef fljótlega verður hafist handa við framkvæmdir, sem undirbúnar hafa verið“ og ennfremur segir „Þetta er verðugt markmið nú þegar tæpur aldarfjórðungur er liðinn frá hinum hörmulegu slysum í Súðavík og á Flateyri árið 1995. Ekki er viðunandi að meira en hálf öld líði frá þessum slysum þar til fullnægjandi varnir hafa verið reistar fyrir byggð á mestu snjóflóðahættusvæðum landsins þar sem slíkur hægagangur býður heim hættu á mannskæðum slysum í þéttbýli.“
Með áskoruninni fylgir ítarleg greinargerð þar sem lýst er því hversu seint hefur gengið að koma upp sjóflóðavörnum meðal annars vegna ákvarðana stjórnvalda og reifað að hægt sé að vinna verkið hraðar og ljúka því að mun skemmri tíma en nú horfir eða fyrir 2030. Tilefni átaksins eru snjóflóðin mannskæðu á Vestfjörðum 1995 og eru því nærri aldarfjórðungur síðan þeir atburðir urðu og enn er eftir um það bil helmingur nauðsynlegra snjóflóavarnargerða. Lokið er framkvæmdum fyrir rúma 20 milljarða króna og  framkvæmdir fyrir svipaða upphæð er eftir.
DEILA