Áformar að flytja Gamanmyndahátíð Flateyrar

Frá síðustu Gamanmyndahátíð á Flateyri.

Eyþór Jóvinsson, forsprakki Gamanmyndahátíðar Flateyrar, sem haldin hefur verið síðustu ár, segir að ákveðið hafi verið að athuga að flytja hátíðina á næsta ári 2020 annað vegna skorts á stuðningi bæjaryfirvalda. „Í fyrra fengum við engan stuðning“ segir Eyþór en segist hafa fengið vilyrði fyrir 200 þúsund króna stuðning á þessu ári.

Hann segir jafnframt að sambærilegar hátíðir í öðrum bæjarfélögum fá mun meiri stuðning en Ísafjarðarbær veitir hátíðinni.

Málið var rætt á fundi bæjarráð á mánudaginn og þar var bókað:

„Bæjarráð harmar að stjórn Iceland Comedy Film Festival íhugi að færa hátíðina í annað bæjarfélag, þar sem við teljum Flateyri kjörna staðsetningu fyrir hátíð sem þessa. Bæjarráð leggur til við stjórn Iceland Comedy Film Festival að sækja um í haustúthlutun menningarstyrkja atvinnu- og menningarmálanefndar.“

 

DEILA