1. maí – hátíðahöld og baráttusamkomur á Vestfjörðum

Frá 1. maí kröfugöngu á Ísafirði 2015. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Ísafjörður

Kröfuganga frá Alþýðuhúsinu kl. 14:00 Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar verður í fararbroddi undir stjórn Madis Maekalle

Dagskrá í Edinborgarhúsinu:

Kynnir: Finnur Magnússon

Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar leikur

Ræðumaður dagsins: Sigurður Pétursson, sagnfræðingur

Söngatriði: Kristín Haraldsdóttir

Pistill dagsins: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, formaður FOS-Vest

Kómedíuleikhúsið leikur atriði úr Karíus og Baktus

Kaffiveitingar í Guðmundarbúð

Kvikmyndasýningar fyrir börn í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00.

 

Bolungavík

Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur
Býður öllum í kaffi í Félagsheimilinu í Bolungarvík
1.maí n.k.
Kaffið hefst kl:14:00

Dagskrá:
Setning
Ræðumaður Magnús Már Jakobsson
Fimleikasýning
Söngur frá tónlistaskólanum
Guðmundur Kristinn spilar á trommur og sýnir myndir frá ferð hans og Þorsteins Goða á spesial Olympics í Abu-Dhabi.

8. og 9. bekkur Grunnskóla Bolungarvíkur og foreldrar þeirra sjá um veitingar

 

Suðureyri

Kröfuganga frá Brekkukoti kl. 14.00

1.maí ávarp og konur heiðraðar

Kaffiveitingar verða í Félagsheimili Súgfirðinga

Söngur og tónlistarflutningur

Boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar

DEILA