Strandabyggð: mannabreytingar í sveitastjórn

Á fundi sveitarstjórnar í Strandabyggð  í gær urðu breytingar á sveitarstjórninni og kosinn nýr varaoddviti.

Eiríkur Valdirmarsson varaoddviti fékk leyfi frá sveitarstjórn af persónulegum ástæðum í eitt ár og Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir var kosinn vara-oddviti í hans stað.

Pétur Matthíasson tekur sæti sem aðalmaður í sveitarstjórn, til eins árs þar sem tveir varamenn á undan honum , Hafdís Gunnarsdóttir og Ásta Þórisdóttir, óskuðu einnig eftir leyfi frá sínum störfum í sveitarstjórn, einnig af persónulegum ástæðum, í eitt ár.

Þessum bretingum fylgdu breytingar á formennsku í nefndum á eftirfarandi hátt:

• Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd: formaður Guðfinna Lára Hávarðardóttir
• Umhverfis- og skipulagsnefnd: formaður Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir
• Atvinnu-, dreifbýlis og hafnarnefnd: formaður Pétur Matthíasson.

Ennfremur urðu breytingar á skipan í nefndirnar:

Fræðslunefnd: Guðjón H. Sigurgeirsson, Kristín Sigmundsdóttir, Ágúst Helgi Sigurðsson koma inn sem nýir varamenn.
Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd: Júlíus Freyr Jónsson verði varamaður og Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir verði aðalmaður.
Umhverfis- og skipulagsnefnd: Jóhann Björn Arngrímsson verði aðalmaður, Ragnheiður Gunnarsdóttir verði aðalmaður og Röfn Friðriksdóttir verði varamaður.
Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd: Hlíf Hrólfsdóttir verði aðalmaður.

DEILA