Skíðavikan byrjar á morgun

Frá setningu skíðavikunnar í fyrra.

Hin árlega skíðavika á ísafirði, skíðavikan 2019, hefst annað kvöld kl 21 með Kyndlagöngu á Seljalandsdal. 

Mælst er til að þátttakendur mæti með höfuðljós og gengið verður saman upp á Eiríksmýri þar sem „við yljum okkur á heitu kakói og segjum sögur“ eins og segir í dagskránni.

Formleg setning verður svo á miðvikudaginn kl 17 á Silfurtorgi. Samfelld dagskrá verður síðan fram á páskadagskvöld þegar þá hefjast dansleikir sem munu standa fram á nótt. Sagt verður nánar frá dagskránni síðar.

DEILA