Páskar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 2019

Villi Valli, Magnús Reynir og Baldur.

Eins og öll undanfarin ár verður mikið um að vera í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á Páskunum. Menningarmiðstöðin Edinborg og veitingastaðurinn Edinborg Bistró bjóða upp á fjölbreytta viðburði frá fimmdudegi til sunnudags, þar ættu flestir að finna eitthvað sem þeim líkar.

Menningarveislan hefst á tónleikum með okkar bestu mönnum á skírdag, en þá munu Baldur Geirmunds, Villi Valli, Magnús Reynir, Sammi rakari og Rúnar Vilbergs spila gamla og standarda. Daginn eftir, á Föstudaginn langa mun Páll Óskar halda tvö böll, eitt um miðjan dag þar sem hann býður börnum bæjarins á ball og svo verður hefðbundið Pallaball um kvöldið. Á laugardaginn verður dansað áfram og byrjað í hádeginu með Zúmba partý þar sem Sigurrós Elddís leiðir vana og óvana. Á laugardagskvöldið tekur íslenskt rapp öll völd þegar saman koma Jóipé, Króli, Emmsjé Gauti og Aron Can og halda uppi stuði langt fram á nótt. Dagskránni verður svo lokað á Páskadag þegar DJ Nokto spilar fyrir gesti og gangandi á Edinborg Bistró.

Miðapantanir á matthildur@edinborg.is

 

 

 

DEILA