MMR: Miðflokkurinn bætir við sig, stjórnarflokkarnir tapa

Í glænýrri könnun MMR kemur fram að Miðflokkurinn hefur bætt við sig fylgi og mælist nú með 10,2% og hækkar um 2,2% frá því í byrjun mars. Allir ríkisstjórnarflokkarnir missa fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 21,7% og tapar nærri 2%, Framsóknarflokkurinn tapar nærri 2,5% og er nú með 8,7% og vinstri grænir missa 1% og mælast með 10,4%.

Samtals tapa stjórnarflokkarnir um 5,5% fylgi frá því í byrjun mars. Píratar bæta við sig 1,4%  og eru nú með 15% fylgi og mælast næst stærsti flokkurinn. Samfylking og Viðreisn standa í stað. Flokkur fólksins mælist nú rétt yfir 5% þröskuldinum og Sósíalistaflokkurinn er hálfu prósentu undir þeim mörkum.

Stuðningur við ríkisstjórnina jókst hins vegar um um tæp fimm prósentustig og mældist nú 46,5% en var 41,8% í síðustu mælingu.

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.
Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR.

Svarfjöldi: 926 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 4. til 9. apríl 2019

DEILA