Mirgorod – íslensk-úkraínsk heimildarmynd í Ísafjarðarbíó í dag kl 17:30

Frítt í Ísafjarðarbíó í dag þriðjudag kl. 17.30.

Mirgorod, í leit að vatnssopa, er 50 mínútna íslensk-úkraínsk heimildarmynd eftir Einar Þór Gunnlaugsson sýnd í Ísafjarðarbíó nk Þriðjudag kl.17.30. Myndin skyggnist inn í daglegt líf í landi sem fær að mestu umfjöllun vegna stríðs og pólitískra átaka. Ókeypis aðgangur.

Myndin var í framleiðslu í um tvö ár til 2018 með hléum en hún hlaut undirbúningsstyrk frá Utanríkissráðuneytinu og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hér að neðan í „umsögn leikstjóra“ má sjá nánari upplýsingar um myndina, ásamt í hlekkum.

Sagt var frá myndinni í BB sl sumar 2018 og sýningu hennar á Indlandi þar sem hún hlaut verðlaun fyrir leikstjórn;  https://www.bb.is/2018/07/onfirdingur-gerdi-islensk-ukrainska-heimildamynd/?fbclid=IwAR2xDYde4CtzZRvdgwTMpab8in8AK0z_yJjRcsD7isTVph6B4xhYaZ-Iz7A

DEILA