McKinsey ráðleggur fiskeldi á Nýfundnalandi

Kvíar Bakkafrost í Færeyjum. Mynd: Fiskeldisblaðið.

Í nýlegri skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Co, vann fyrir ríkisstjórn Nýfundnalands og Labrador er lögð sérstök áhersla á laxaeldi sem eitt af 6 framtíðarverkefnum sem skapa mestu tækifærin til að auka útflutningstekjur og skapa aukin atvinnutækifæri.

McKinsey & Co leggur til að ríkisstjórnin stuðli að auknu sjókvíeldi á laxi vegna stöðugrar og vaxandi eftirspurnar á mörkuðum um allan heim. Ástæða þess að farið var í ítarlega greiningu á tækifærum til tekjusköpunar á svæðinu er vegna efnahagshruns í héraðinu í kjölfar lægra hrávöruverðs árið 2013. Atvinnuleysi er næstum þrisvar sinnum hærra en landsmeðaltal og yfir 20% þar sem það er verst á landsbyggðinni.

McKinsey og co hefur verið fengið til ráðgjafar á Íslandi. Árið 2016 gerði fyrirtækið skýrslu um rekstrarhagkvæmni og stöðu Landspítalans. Skýrslan var unnin í samræmi við tillögu fjárlaganefndar Alþingis og í samstarfi við velferðarráðuneytið.

Það er mat ráðgjafa McKinsey & Co að mikil tækifæri felist í uppbyggingu á sjókvíeldi á laxi sem mun skapa atvinnu og verða virðisaukandi fyrir landbyggðina.  Sjókvíeldi einstaklega umhverfisvænt, kolefnisspor þess er mjög lítið í samanburði við aðra ræktun matvæla auk afar lítillar notkunar ferskvatns sem er ein af takmörkuðum auðlindum umhverfisins.

Í skýrslunni segir enn fremur að laxeldi gæti skapað 7.800 ný störf og landsframleiðslu sem mun í það minnsta skapa rúma 50 milljarða árið 2030, með nýjum tekjustofni fyrir  landsbyggðina. Sjókvíeldi á laxi er talinn besti valkosturinn af sex sem nefndir eru í skýrslunni í þeim tilgangi að skapa aukin atvinnutækifæri á landsbyggðinni og 3 besti kosturinn í þeim tilgangi að auka landsframleiðslu (á eftir aukinni olíu- og námuvinnslu).

Það er Fiskeldisblaðið sem greinir frá þessu.

 

McKinsey og co hefur verið fengið til ráðgjafar á Íslandi. Árið 2016 gerði fyrirtækið skýrslu um rekstrarhagkvæmni og stöðu Landspítalans. Skýrslan var unnin í samræmi við tillögu fjárlaganefndar Alþingis og í samstarfi við velferðarráðuneytið og hefur mikið verið vitnað til hennar í pólitískri umræðu hér á landi um stefnumörkun í heilbirgðismálum.

DEILA