Losun gróðurhúsaloftegunda fiskiskipa minnkað um 29%

Páll Pálsson ÍS 102 er sérstaklega hannaður til þess að minnka olíunotkun. Mynd: frosti.is

Losun gróðurhúsalofttegunda frá fiskiskipum hefur minnkað um 29% frá 1990 til 2017. Er þetta langsamlegasta mesta minnkun mengunar frá nokkurri atvinnugrein á Íslandi á þessu árabili. Þetta kemur fram í nýútkominn skýrslu Umhverfisstofnunar ) um losun gróðurhúsalofttegunda og send er sérstakrar stofnunar sem heitir loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC). Í skýrslunni er að finna ítarlegar upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, þróun frá 1990 til 2017, ásamt lýsingu á aðferðafræðinni sem notuð er til að meta losunina.

Mikill hluti heildarmengunarinnar fellur ekki undir samninginn og eru það helst útblástur gróðurhúsaloftegunda vegna landnotkunar, breyttar landnotkunar, skógræktar,  millilandasiglinga og millilandaflugs.

Í heild eru um 4,7 milljónir tonna losun  af gróðurhúsalofttegundum vegna starfsemi sem fellur undir skuldbindingar íslenskra stjórnvalda. Losunin er um 14 milljónir tonna þegar landnotkunin og skógræktin er tekin með, en ekki eru gefnar upp tölur vegna millilandasamgangna. Lauslegt mat á því er um 3-4 milljónir tonna.

Orkan nánast óbreytt frá 1990

Af 4,7 milljóna tonna losuninni sem íslensk stjórnvöld ábyrgjast eru um 1 milljón tonna vegna orku. Sá liður hefur nánast ekkert aukist frá 1990 til 2017. Losunin var 1867 þúsund tonn árið 1990 en 1907 þúsund tonn 2017. Aukingin er aðeins 2%.

Mestu munar um mikinn samdrátt í mengun frá fiskiskipum. Sá liður var 746 þúsund tonn árið 1990 en var kominn niður í 533 þúsund tonn árið 2017. Það er samdráttur um 29%. Þetta er þeim mun athyglisverðara vegna þess að ekki hafa af hálfu stjórnvalda verið neinar séstakar aðgerðir í gangi til þess að minnka losun frá fiskiskipum. Samdrátturinn virðist vera afleiðing af viðleitni útgerða til þess að draga úr kostnaði og bregðast þannig við hækkandi heimsmarkaðsverði á olíu.

Á móti samdrætti í losun gróðurhúsaloftegunda hjá fiskiskipum hefur orðið mikil aukning í útblæstri frá bílaflota landsmanna á þessu tímabili. Þar hefur orðið aukning úr 527 þúsund tonn upp í 975 þúsund tonn á árinu 2017. Aukingin er 85%. Aukningin hefur orðið þrátt fyrir ýmsar aðgerðir stjórnvalda til þess að draga úr mengun frá bílum.

Ef ekki hefði komið til þessi árangur hjá fiskiskipunum hefði liðurinn orka hækkað um 12% í stað aðeins 2% hækkunar.

DEILA