Laxeldi: Norðmenn auka um 500 þúsund tonn

Laxeldi í Lofoten. Mynd: Undercurrent news.

Carnegie bankinn í Noregi telur að laxeldi í sjó í Noregi munu aukast um 40% á næstu árum eða um 500 þúsund tonn á ári fram til 2025. Á síðasta ári var framleiðslan 1.250 þúsund tonn. Þetta kom fram á ráðstefnu í Chile í síðustu viku. Fyrirtækið Multiexport Foods stóð fyrir ráðstefnunni og stjórnarformaður þess taldi aukningu Norðmanna myndi verða 450 þúsund tonn á sama tímabili.

Það er sjávarútvegsvefurinn Undercurrent news sem greinir frá þessu.

Frank Heimland yfirmaður sjávarvörudeildar Carnegie bankans byggir mat sitt á því að framleiðsluaukningin verði vegna aukinnar framleiðslu sem tengist framförum í eldinu. HAnn segir að framleiðendur munu fá meira út úr þeim leyfum sem þeir þegar hafa.

Hærra hitasig sjávarins leggst með framleiðendunum þar sem það eykur vaxtarhraða laxins. Þá kemur fram í fréttinni að bestu vaxtarsvæðin séu í Norður Noregi.

Á þessu ári verður framleiðsluaukningin 5,9% segir Heimland. Það eru hvorki meira né minna en 83 þúsund tonn. Það er nærri sjö sinnum meira en allt laxeldið á Íslandi var 2018.

DEILA