Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal vill stækka um nærri helming

Bíldudalur

Íslenska Kalkþörungafélagið hefur heimild til að framleiða allt að 85.000 tonn af kalki  á ári en óskar eftir heimild til að auka framleiðsluna í 120.000 tonn, sem er u.þ.b. sú framleiðsla sem þarf til að fullnýta það magn af kalkþörungaseti sem Orkustofnun hefur heimilað að nýtt verði í Arnarfirði.

Fyrirhuguð stækkun er nú í umsagnarferli og hefur Skipulagsstofnun, með bréfi dags. 9. apríl 2019, óskað eftir umsögn Vesturbyggðar um hvort og á hvaða forsendum fyrirhuguð framleiðsluaukning Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal skuli háð mati á umhverfisáhrifum laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, dagsett í apríl 2019, unnin af Verkís hf.

Bæjarráð Vesturbyggðar gerir athugasemdir við það hve stuttur umsagnarfrestur er gefinn og felur bæjarstjóra að óska eftir framlengdum fresti á umsögn sveitarfélagsins. Ráðið felur bæjarstjóra og forstöðumanni tæknideildar að gera drög að umsögn.

DEILA